box_raektun
box_thjalfun
box_namskeid

April 21st, 2015

Norðlenska hestaveislan, frábær skemmtun!

norrksein
Norðurljós á Hléskógum.
Norrsken4
Geðveikt flott!
rub3
Rub 23, sushi í heimsklassa.
2
Baldvin Ari ræður um hrossarækt.
ff3
50 shades of grey var skemmtilegt atriði.
ff1
Flott munsturreið hjá unglingum Léttis.
8
Herdis och Birgir með Gangster frá Árgerði.
19
Alvöru! Brennivín, hákarl og reykt hangilæri.
9
Hesthúsið á Glæibæ II.
6
Chanthal með flotta unghryssu í Litla-Garði.
20
Marjolein var hress og fílaði íslenska bjórinn!
17
Allur hópurinn í reiðhöllinni á Björgum. Viðar situr Fróða frá Staðartungu sem einnig var sýndur í reið fyrir okkur.

Um helgina fór fram Norðlenska Hestaveislan á Akureyri og nágrenni. Á föstudagskvöldið var sýningin Fákar og Fjör og á laugardaginn  var ansi þétt dagsskrá með heimsókn á 6 hrossaræktunarbú í Eyjafirði og móttökurnar voru hreint ótrúlega flottar og skemmtilegar.
Um kvöldið fór svo Stóðhestaveislan fram í reihöllinni á Akureyri og tókst hún mjög vel og var stútfull af flottum gæðingum! Uppáhaldshestarnir hjá okkar hópi voru eflaust Hringur frá Gunnarsstöðum, Fannar frá Hafsteinsstöðum og Hersir frá Lambanesi. Frábær breidd og séstaklega gaman að sjá Hróð gamla mæta á reiðhallargólfinu.
Hjá okkur var 9 manna hópur frá Svíþjóð og Hollandi og þau skemmtu sér frábærlega um helgina.  Flestir hafa mikinn áhuga á ræktun og þessi pakki var frábærlega uppsettur og fór beint í æð! Til hamingu Léttismenn sem og aðrir sem komu að þessari frábæru helgi!
Ísland sýndi líka sína bestu hlið hvað varðar veður. Sól, blíða og brjáluð norðurljós tvö kvöld í röð. Það verður erfitt að toppa þetta. Takk fyrir okkur!

24

I Skriðu var sungið og spilað.
25
…..og dansað í hesthúsinu! :)
13
Hluti af gestunum okkar í Litlu-Brekku að skoða tryppin þar.
26
Snittur og Bailys í Garðshorni. Og meira sungið!
arion
Arion frá Eystra-Fróðholti og Daniel Jónsson.
hingst4
Mette Mannseth og Verdi frá Torfunesi.
Æðislegur töltari! Fannar frá Hafsteinsstödum sýndur af Skapta Sigurbjörnssyni.
Hróður frá Refsstöðum með afkvæmi.
hringur
Senuþjófurinn Hringur frá Gunnarsstöðum. Svakalega flottur og þjáll hestur!
rub2
Reiðtúr á sunnudeginum í Höfðahverfi.

February 23rd, 2015

Myndasyrpa

sti
Á baki á hæst dæmdu Smáradóttur í heimi.
Grýlukerti á svölunum

Í dag var rykið dustað  af gömlu Canonvélinni og farið út í (óvenju) góðu veðri til að taka myndir. Stóðið var rekið heim fyrir hófsnyrtingu og auka ormalyfsgjafir. Tryppin á þriðja vetur verður á húsi þessa viku til að verða bandvön og meira umgengin. Eins gott að nýta tímann vel þar sem hvorki er hægt að vera á sjó né ríða út í þessari hund, hund, hund leiðinlegri tíð.

c3
Íslenska víðáttan
c5
Palli með grýlukeri og Magni Vitasonur.
c6
Á leiðinni heim

c7

c8
Svona á geðslag að vera. 1. verðlauna hryssan Bylting í hófsnyrtingu. Bylting er fylfull við Eldi frá Torfunesi.
c9
Glæsir frá Hléskógum
c10
Smárasonurinn  Draumur frá Hléskógum á bullandi tölti!
c11

Jíhaaaaa!!! Maturinn bíður!

c12
Amadeus frá Hléskógum undan Mjölni frá Hlemmiskeiði
c14
Nammi namm!
c13
Hléskógar

February 8th, 2015

Þetta nuddast……

photo 5
Påläggskalven Þraut frá Hléskógum f: Þristur frá Feti m:Þruma frá Hvítárbakka
photo 1
Emil frá Hléskógum f: Kompás frá Skagaströnd m: Elding frá Hauganesi
Hästarna är igångsatta och det går sakta men säkert framåt även om sommarens högform är långt borta. Snömassor och hårda vindar gör det emallanåt svårt att hålla kontunitet i träningen. Vi har ovanligt få hästar inne på stall i år vilket känns både skönt och bra. Det gäller att hinna med (svenskt tänk) och inte bara fylla stallet med hästar för att det finns lediga boxar (isländskt tänk). I förra veckan såldes ett av avelsstona som vi har inackorderad, det tog 3 dagar att få henne såld, hon är dessutom dräktig med en spännande hingst, tydligen ett vinnande koncept.
ra
Såld till Österrike
Två Sverige-kurser är inbokade i vår. Gæðingakeppniskurs i Enköping den 20-22 mars och unghästkurs/ridkurs i Norrköpings-trakten den 15-17 maj. Kontaktpersoner är Annika Strömberg respektive Kristina Forsberg.
Till sommaren har vi två lediga platser på ridresan “Bland vattenfall, valar och vulkaner” den 25/7-2/8. Resten av sommaren är fullbokad. Och passa på om du är ridsugen för vi har bestämt oss för att ta ett “sabbatsår” från ridresor med lösflock under 2016.
astiklan photo
Några tävlingar står på agendan till våren, främst med Hind ( pass, A-flokkur och femgång) och Stikla (B-flokkur och tölt). Planen är sedan att Stikla ska handbetäckas med Konsert frá Hofi till försommaren. Medelpoängen för ridegenskaper för dessa blivande föräldrar är 8,79 och förväntad BLUP på fölet 123. Inte illa alls och en annan rolig koppling är att Konserts mamma gick 4-åriga stoklssen på Landsmót 2008 tillsammans med Stiklas syster Fruma (även vår uppfödning) och de fick båda fina första klass bedömningar som 4-åringar.
photo 5

Skemmtilegt tryppi; Þraut frá Hléskógum f: Þristur frá Feti m:Þruma frá Hvítárbakka

photo 1

Emil frá Hléskógum f: Kompás frá Skagaströnd m: Elding frá Hauganesi

Hestarnir eru komnir af stað í þjálfun og þetta nuddast áfram en þeir eru þó langt frá sínu besta formi. Við erum með óvenju fá hross á húsi þennan vetur og er það góð tilfinning að hafa nógan tíma fyrir hvern hest. Hestar sem eru inni eru helst undan Hróðri frá Refsstöðum, Smára frá Skagaströnd, Auð frá Lundum, Sólon frá Skáney og Þristi frá Feti. Nokkrir hestar eru þó í þjálfun annarsstaðar. Í siðustu viku seldist hryssa héðan sem tók þrjá daga að selja, BLUP hryssa fylfull með spennandi hesti virðist vera málið.

ra

Seld til Austurríkis

Reiðkennsluvinnan eru hafin og er Sandra að kenna í Torfunesi í vetur sem og erlendis í mars og maí. Fyrir sumarið er allt nánast fullbókað en flestar ferðirnar verða með aðeins breyttu sniði í ár og með meiri áherslu á reiðkennslu, enda minni vinna  og meiri líkur á sölu á hestum þannig. Og talandi um hestaferðir, heimasíðan hefur fengið nýjan link með smá safn með blaðagreinar eftir eða um okkur og er t.d. stór grein í síðasta tbl. Islandshästen í Svíþjóð. Linkurinn er að finna hér.

photo (2)

December 13th, 2014

Árið okkar 2014

jol2

Óskum vinum og vandamönnum gleiðlegra jóla og farsældar á komandi ári.
Hérna eru nokkrar myndir frá hápunktum ársins.  Hestslega var voru það hryssurnar okkar Stikla og Hind frá Efri-Mýrum sem stóðu uppúr á árinu. Báðar fengu fín 1. verðlaun, Stikla með 8.48 og Hind 8.15 í aðaleinkunn. Meðaleinkunn þeirra er 8.32 sem eflaust er með því hæsta á svæðinu. Stikla hlaut 8.70 fyrir hæfileika og Hind 8.35 og þær voru sýndar af Þorvaldi Árna Þorvaldssyni. Einnig hlaut Milla frá Hléskógum fínan byggingadóm uppá 8.18.

Sandra & Askur frá Efri-Mýrum voru með indianasýningu á Fáka og Fjör og indianaæðið fór hratt af stað. Misstum Frumherja frá Hléskógum við geldingu í vor og nýtt líf lítur dagsins ljós. Hérna er  Tvistur frá Hléskógum (e: Þristur frá Feti). Stikla var sýnd í Hafnarfirði á sama tíma og hefur í ár fengið samtals 6 x níur fyrir hæfileika.
jul3
Fjörugar  hestaferðir í sumar með mikið af skemmtilegu fólki, bæði gestum og starfsmönnum. Tókum í notkun kostnaðasamasta heita pottinn á Íslandi, heldum Hléskógarkeppni, skemmtileg hrossasmölun í Litla-Dal, haustið eitt besta í mannaminni og Glaesir frá Hléskógum var seldur til Svíþjóðar.

jol

New  York ferðin var æðisleg í alla staði, veturinn kom svo með fullum krafti og ungfolarir okkar  Sjarmi (u: Glym frá Innri-Skeljabrekku) og Hattur frá Hléskógum (u: Kvist frá Skagaströnd) fara vel af stað í tamningu. Eftir jól koma svo fullt af nýjum hestum inná húsog nýtt ár tekur við.

December 13th, 2014

Kósý vetur!

sh

Íslensku rækjurnar okkar á fiskborði í Stokkhólmi

Nýkomin heim frá Svíþjóð þar sem ferðin aðallega snerist um rækjusölu. Þegar heim var komið var heldur betur veturinn genginn í garð! En þrátt fyrir aflýstum skólum og ferðum var eiginlega bara huggulegt í óveðrinu. Nóg af rafmagni og heitu vatni léttir lífið og húsið hlýtt og kósý. Nokkrir hestar eru komnir af stað í þjálfun og það verður gaman að ríða út núna. Og já, ef ekki, getum við þjálfað innandýra.
Stóðið virðist hafa tekið þessu öllu með ró og hafa það gott austan við skemmuna.

sno1
Calm after the storm.
sno2
Strengur og tunglið

stiklaco

Fyrstu hestarnir komnir af stað í þjálfun.
sno6
Vetrarlegt!
sno3
Nokkrir forvitnir.
sno4
Nágrannarnir taka hrossin sín heim fyrir  vetrarfóðrun.

November 16th, 2014

Fljótt skipast veður í lofti

23

Snjór (var) út um allt.

2

Forvitin hún  Fenja frá Hléskógum undan Hágangi frá Narfastöðum.

6

Folaldshryssurnar eru komnar á gjöf. Hín leirljósa Ræða ræður.

p

Sindri Páll heilsar uppá Þoku sína. Ótrúlega gæf og frökk hún Þoka u. Frumherja frá Hléskógum.

photo 4

Hitt stóðið er einnig komið á gjöf, þrátt fyrir snjóleysi.  Eldey og Ronja eru til hægri í mynd.

Er nýkomin heim úr viðskiptaferð frá  Svíþjóð og þegar ég fór að heiman var bullandi  vetur og allt hvítt. Viku seinna var haustið komið aftur og allt er grænt og gult aftur. Hitastigið um 10 stig dag eftir dag. Ísland í hnotskurn svo sem en það er merkileg tilfinnig að geta sett hestanna á grænu grösin yfir daginn um miðjan nóvember. Úti var mikið spurt um eldgosið á Íslandi og áhrif þess á beitiland og heyi komandi ár.

u

Þessi er flottur!

Við erum einungis með 2 hesta á húsi eins og er og það er mikill lúxus og hægt að vinna mikið og vel í þá . Það eru Sjarmi Glymsonur og Emil Kompássonur sem báðir eru mjög skemmtilegir og eru að verða nokkuð vel “menntaðir” . Hattur Kvistssonur 3 v. er í frumtamningu hjá Söru og Lalla og gengur vel með hann. Stikla og Hind koma svo inn um mánaðamótin og stefnt er með þær í keppni 2015.

October 18th, 2014

Fréttir af haustinu

ny

Brooklyn Bridge, Manhattan í baksýn.

ny2

Skemmtileg borg að "túristast" í.

asm

Komin á bak á Stíganda frá Leysingjastöðum. Í gallabuxunum.

Eftir mjög stífa dagsskrá í sumar var nauðsýnlegt að fara í frí og þetta haustið fórum við fyrst til Svíþjóðar og siðan hélt Sandra áfram til New York. Það var æðisleg ferð í alla staði. Sérstaklega tilfinningaríkt að heimsækja Ground Zero og 9/11 Memorial Museum.
Í lok New York dvalarinnar fór Sandra til að hitta Stíganda frá Leysingjastöðum en hann er staðsettur á Long Island austan við New York City. Úr heimsóknina varð grein um Stíganda sem er hægt að nálgast hér.

haust5

Þjálfun.

smala

Smalamennska.

haust2

Dásamlegt haust. Myndin tekin úr stofuglugganum, folaldshryssur í rólegheit.

Haustið er annars búið að vera með eindæmum gott. Tókum þátt í smalamennsku í Eyjafirði og það var hin besta skemmtun. Núna eru nokkrir hestar komnir vel af stað í þjálfun og frumtamningu. Þeir eru m.a. Glym frá Innri-Skeljabrekku, Kvisti frá Skagaströnd, Þristi frá Feti, Gígjari frá Auðholtshjáleigu og Hróðri frá Refsstöðum.

September 26th, 2014

Heimsókn frá Svíþjoð

hl2

hl1

Nýlega fór 23 manna hópur frá Svíþjóð um norðurland til að skoða hrossaræktarbú. M.a. heimsótti hópurinn okkur til að skoða hrossaræktina sem hefur verið farsæl á þessu ári. Hópurinn var mjög áhugasamur um íslenska hestinn og mikið var spurt um uppeldi, þjálfun og dómskerfi. Boðið var upp á harðfisk frá Darra og bjórsmakk frá Kalda og féll það í mjög góðan jarðveg hjá gestunum.

September 19th, 2014

Stikla og Hind í 1. verðlaun

2

Hryssurnar okkar Stikla frá Efri-Mýrum (f: Smári frá Skagaströnd m: Þruma frá Hvítárbakka) og Hind frá Efri-Mýrum (f: Kvistur frá Skagaströnd m: Líra frá Syðstu-Grund) fengu báðar góð 1. verðlaun í sumar. Stikla hlaut 8.70 fyrir hæfileika á Landsmótinu  með fimm níur, tölt, brokk, stökk, vilja og egurð í reið og hlaut 7. sæti á LM með 8,46 í aðaleinkunn og svona glaðar vorum við þá;

photo

Hind var sýnd á Miðfossum í ágúst og hlaut 8,35 fyrir hæfileika. Meðaleinkunn Stiklu og Hindar fyrir hæfileika er 8.53 sem er stórkostlegt. Báðar voru sýndar af meistara Þorvaldi Árna Þorvaldssyni. Einnig vorum við með eina Kompásdóttur, Milla frá Hléskógum í byggingadóm en hún hlaut 8.18 fyrir byggingu sem lofar góðu fyrir næsta ár.

ST

photo 1

photo 2

ST3

ST2

photoEF

April 10th, 2014

Sorg og vor í lofti

to IMG_7265

bild 1

Það er búið að vera ansi erfið vika hérna. Misstum hryssuna Smáradís frá Árbakka vegna veikinda. Viljum færa besta dýralækninn, Gesti Júlíussyni,  kærar þakkir fyrir mikla aðstoð á meðan á þetta stóð yfir.
En það er bara að halda áfram. Hérna er skemmtileg moldótt hryssa sem er í þjálfun hjá okkur. Hún heitir Sólrún frá Verðamóti og hún er á fimmta vetur. Mjög sniðug hryssa sem er að taka miklar framfarir. Sjarmi er kominn í gang aftur eftir hvíld og hann litur bara mjög vel út.

bild 4

kaka

Sandra hefur verið að kenna krökkum og unglingum í Torfunesi í vetur og eru 25 nemendur á námskeiðinu. Mjög gaman og við skemmtum okkur vel saman og þeir sem detta af baki þrufa koma með köku handa reiðkennaranum.  Útskriftarhátíð er 1 maí og þá verðum við fyrst með smá sýningu og endum með stæl með að halda firmakeppni.

© 2010-2013 Hestanet.net - Hönnun og uppsetning: blek