box_raektun
box_thjalfun
box_namskeid

December 13th, 2014

Árið okkar 2014

jol2

Óskum vinum og vandamönnum gleiðlegra jóla og farsældar á komandi ári.
Hérna eru nokkrar myndir frá hápunktum ársins.  Hestslega var voru það hryssurnar okkar Stikla og Hind frá Efri-Mýrum sem stóðu uppúr á árinu. Báðar fengu fín 1. verðlaun, Stikla með 8.48 og Hind 8.15 í aðaleinkunn. Meðaleinkunn þeirra er 8.32 sem eflaust er með því hæsta á svæðinu. Stikla hlaut 8.70 fyrir hæfileika og Hind 8.35 og þær voru sýndar af Þorvaldi Árna Þorvaldssyni. Einnig hlaut Milla frá Hléskógum fínan byggingadóm uppá 8.18.

Sandra & Askur frá Efri-Mýrum voru með indianasýningu á Fáka og Fjör og indianaæðið fór hratt af stað. Misstum Frumherja frá Hléskógum við geldingu í vor og nýtt líf lítur dagsins ljós. Hérna er  Tvistur frá Hléskógum (e: Þristur frá Feti). Stikla var sýnd í Hafnarfirði á sama tíma og hefur í ár fengið samtals 6 x níur fyrir hæfileika.
jul3
Fjörugar  hestaferðir í sumar með mikið af skemmtilegu fólki, bæði gestum og starfsmönnum. Tókum í notkun kostnaðasamasta heita pottinn á Íslandi, heldum Hléskógarkeppni, skemmtileg hrossasmölun í Litla-Dal, haustið eitt besta í mannaminni og Glaesir frá Hléskógum var seldur til Svíþjóðar.

jol

New  York ferðin var æðisleg í alla staði, veturinn kom svo með fullum krafti og ungfolarir okkar  Sjarmi (u: Glym frá Innri-Skeljabrekku) og Hattur frá Hléskógum (u: Kvist frá Skagaströnd) fara vel af stað í tamningu. Eftir jól koma svo fullt af nýjum hestum inná húsog nýtt ár tekur við.

December 13th, 2014

Kósý vetur!

sh

Íslensku rækjurnar okkar á fiskborði í Stokkhólmi

Nýkomin heim frá Svíþjóð þar sem ferðin aðallega snerist um rækjusölu. Þegar heim var komið var heldur betur veturinn genginn í garð! En þrátt fyrir aflýstum skólum og ferðum var eiginlega bara huggulegt í óveðrinu. Nóg af rafmagni og heitu vatni léttir lífið og húsið hlýtt og kósý. Nokkrir hestar eru komnir af stað í þjálfun og það verður gaman að ríða út núna. Og já, ef ekki, getum við þjálfað innandýra.
Stóðið virðist hafa tekið þessu öllu með ró og hafa það gott austan við skemmuna.

sno1
Calm after the storm.
sno2
Strengur og tunglið

stiklaco

Fyrstu hestarnir komnir af stað í þjálfun.
sno6
Vetrarlegt!
sno3
Nokkrir forvitnir.
sno4
Nágrannarnir taka hrossin sín heim fyrir  vetrarfóðrun.

November 16th, 2014

Fljótt skipast veður í lofti

23

Snjór (var) út um allt.

2

Forvitin hún  Fenja frá Hléskógum undan Hágangi frá Narfastöðum.

6

Folaldshryssurnar eru komnar á gjöf. Hín leirljósa Ræða ræður.

p

Sindri Páll heilsar uppá Þoku sína. Ótrúlega gæf og frökk hún Þoka u. Frumherja frá Hléskógum.

photo 4

Hitt stóðið er einnig komið á gjöf, þrátt fyrir snjóleysi.  Eldey og Ronja eru til hægri í mynd.

Er nýkomin heim úr viðskiptaferð frá  Svíþjóð og þegar ég fór að heiman var bullandi  vetur og allt hvítt. Viku seinna var haustið komið aftur og allt er grænt og gult aftur. Hitastigið um 10 stig dag eftir dag. Ísland í hnotskurn svo sem en það er merkileg tilfinnig að geta sett hestanna á grænu grösin yfir daginn um miðjan nóvember. Úti var mikið spurt um eldgosið á Íslandi og áhrif þess á beitiland og heyi komandi ár.

u

Þessi er flottur!

Við erum einungis með 2 hesta á húsi eins og er og það er mikill lúxus og hægt að vinna mikið og vel í þá . Það eru Sjarmi Glymsonur og Emil Kompássonur sem báðir eru mjög skemmtilegir og eru að verða nokkuð vel “menntaðir” . Hattur Kvistssonur 3 v. er í frumtamningu hjá Söru og Lalla og gengur vel með hann. Stikla og Hind koma svo inn um mánaðamótin og stefnt er með þær í keppni 2015.

October 18th, 2014

Fréttir af haustinu

ny

Brooklyn Bridge, Manhattan í baksýn.

ny2

Skemmtileg borg að "túristast" í.

asm

Komin á bak á Stíganda frá Leysingjastöðum. Í gallabuxunum.

Eftir mjög stífa dagsskrá í sumar var nauðsýnlegt að fara í frí og þetta haustið fórum við fyrst til Svíþjóðar og siðan hélt Sandra áfram til New York. Það var æðisleg ferð í alla staði. Sérstaklega tilfinningaríkt að heimsækja Ground Zero og 9/11 Memorial Museum.
Í lok New York dvalarinnar fór Sandra til að hitta Stíganda frá Leysingjastöðum en hann er staðsettur á Long Island austan við New York City. Úr heimsóknina varð grein um Stíganda sem er hægt að nálgast hér.

haust5

Þjálfun.

smala

Smalamennska.

haust2

Dásamlegt haust. Myndin tekin úr stofuglugganum, folaldshryssur í rólegheit.

Haustið er annars búið að vera með eindæmum gott. Tókum þátt í smalamennsku í Eyjafirði og það var hin besta skemmtun. Núna eru nokkrir hestar komnir vel af stað í þjálfun og frumtamningu. Þeir eru m.a. Glym frá Innri-Skeljabrekku, Kvisti frá Skagaströnd, Þristi frá Feti, Gígjari frá Auðholtshjáleigu og Hróðri frá Refsstöðum.

September 26th, 2014

Heimsókn frá Svíþjoð

hl2

hl1

Nýlega fór 23 manna hópur frá Svíþjóð um norðurland til að skoða hrossaræktarbú. M.a. heimsótti hópurinn okkur til að skoða hrossaræktina sem hefur verið farsæl á þessu ári. Hópurinn var mjög áhugasamur um íslenska hestinn og mikið var spurt um uppeldi, þjálfun og dómskerfi. Boðið var upp á harðfisk frá Darra og bjórsmakk frá Kalda og féll það í mjög góðan jarðveg hjá gestunum.

September 19th, 2014

Stikla og Hind í 1. verðlaun

2

Hryssurnar okkar Stikla frá Efri-Mýrum (f: Smári frá Skagaströnd m: Þruma frá Hvítárbakka) og Hind frá Efri-Mýrum (f: Kvistur frá Skagaströnd m: Líra frá Syðstu-Grund) fengu báðar góð 1. verðlaun í sumar. Stikla hlaut 8.70 fyrir hæfileika á Landsmótinu  með fimm níur, tölt, brokk, stökk, vilja og egurð í reið og hlaut 7. sæti á LM með 8,46 í aðaleinkunn og svona glaðar vorum við þá;

photo

Hind var sýnd á Miðfossum í ágúst og hlaut 8,35 fyrir hæfileika. Meðaleinkunn Stiklu og Hindar fyrir hæfileika er 8.53 sem er stórkostlegt. Báðar voru sýndar af meistara Þorvaldi Árna Þorvaldssyni. Einnig vorum við með eina Kompásdóttur, Milla frá Hléskógum í byggingadóm en hún hlaut 8.18 fyrir byggingu sem lofar góðu fyrir næsta ár.

ST

photo 1

photo 2

ST3

ST2

photoEF

April 10th, 2014

Sorg og vor í lofti

to IMG_7265

bild 1

Það er búið að vera ansi erfið vika hérna. Misstum hryssuna Smáradís frá Árbakka vegna veikinda. Viljum færa besta dýralækninn, Gesti Júlíussyni,  kærar þakkir fyrir mikla aðstoð á meðan á þetta stóð yfir.
En það er bara að halda áfram. Hérna er skemmtileg moldótt hryssa sem er í þjálfun hjá okkur. Hún heitir Sólrún frá Verðamóti og hún er á fimmta vetur. Mjög sniðug hryssa sem er að taka miklar framfarir. Sjarmi er kominn í gang aftur eftir hvíld og hann litur bara mjög vel út.

bild 4

kaka

Sandra hefur verið að kenna krökkum og unglingum í Torfunesi í vetur og eru 25 nemendur á námskeiðinu. Mjög gaman og við skemmtum okkur vel saman og þeir sem detta af baki þrufa koma með köku handa reiðkennaranum.  Útskriftarhátíð er 1 maí og þá verðum við fyrst með smá sýningu og endum með stæl með að halda firmakeppni.

March 21st, 2014

Sjarmi tekur á móti hryssum í sumar

asjarmi

Sjarmi tekur á móti hryssum í Eyjafirði í sumar. Verð á tolli er 35.000 kr + Vsk. Sjarmi fer mjög vel af stað í tamningu. Hann er hágengur með  mjög góðar og  jafnar gangtegurdir og með  flottan X-factor!
Alhliða hestur undan Glym frá Innri-Skeljabrekku og undan Smáradóttur.
50% vindótt undan honom í fyrra. Frekari upplýsingar í síma: 898-0541 eða sandra@hestanet.net

March 20th, 2014

Og svo kom loksins vetur

bild 21
Snjóbarin hún Hnoss frá Hléskógum
bild 41
Ekki gaman!
inne
Þruma gamla með Violettu Smáradóttur komar í skjól.

Jæja, þá kom veturinn loksins. Brjálað veður og allt komið á kaf. Svona dagar er ég að velta fyrir mig hvað maður er að gera á norðurlandi. Fórum suður með Stiklu í vikunni og þar voru hestar nánast á sumarbeit. En bara að bita á jaxlinn og halda áfram. Þetta árið erum við vel undirbúin fyrir svona lagað og auðvelt að koma hrossunum in í skjól. Minna skemmtilegt var þó að hurð í reiðhöllinni fauk í nótt og reiðhöllin fylltist af snjó sem og hluti af hesthúsinu.
Þannig að nóg að gera í að moka og þurrka næstu daga.

Annars gengur  fínt. Við erum nánast bara með 4 og 5 vetra hross í þjálfun núna en Hind, Frumherji og Stikla hafa verið send í hendurnar á alvöru sýningarfólki. Um daginn datt Sandra hressilega af baki beint inní steypuvegg reiðhallarinar og hnéið er ansi illa farið en ekkert brotið þó.

kna
Bólgin og aum!
thorshamar
Uppáhaldsreiðhesturinn á bænum í keppni
3istil
Stikla og Hind eru farnar að heiman. En Max er ennþá heima.

Vinnukonurnar fóru að keppa á ístölt Léttis um daginn og það var frábært framtak og flottustu verðlaun sem ég hef séð lengi! Vonandi verður þetta árlegur viðburður og gaman væri einnig að hafa unghrossaflokk!

hingstar
Töffarar! Askur, Sjarmi og Árvakur

March 2nd, 2014

Sjónvarpsviðtal, heimsókn og þjálfað grimmt

bild 1
bild 2

arvakur

Annika með stóðhestinn sinn unga: Árvakur frá Hléskógum.

bild 4
Camilla þjálfar Vilborgu
nicolapalli
Nikola og Páll Postuli Smárasonur
bild 3
Camilla á Vilborgu Sólon Skáney dóttur og Nikola á Skiptingu Kvistsdóttur.

Keppendur ársins á Bautatölti lenti í sjónvarpsviðtali hjá Stöð 2 Sport. Þetta kom þeim rosalega á óvart  en gaman fyrir þær.Nýlega fengum við heimsókn frá Svíþjóð. Það var Annika og sonur hennar Jónatan sem gistu hjá okkur í tæpa viku og við vorum að skoða ýmsar lausnir í sambandi við að setja upp myndavél í reiðskemmunni þar sem er ljósleiðari heim á bæ og netsambandið mjög gott. Annika á slatta af hrossum hjá okkur, m.a. 1. verðlauna hryssuna Byltingu frá Akureyri. Við erum með tvær aðstoða tamningakonur þær Camilla og Nikola og það er þjálfað af miklum krafti.
Nokkur ný hross eru að komast í gírinn, m.a. litlibróðir Þórshamars og Saxa frá Sauðanesi, Páll Póstuli frá Sauðanesi og er hann  náttúrlega Smárasonur!

askur1
Askur & Sandra mæld á hraða.

Askur Kvistssonur er að komast í form aftur eftir langvin veikindi og það er ánægjulegt að sjá hann loksins fylltan og glaðan. Þetta er einn meisti rýmishestur í húsinu og brokkið í honum er alveg hreint ótrúlegt. Um helgina er planað þáttöku á ísmóti og einkakennslu í Torfunesi.

© 2010-2013 Hestanet.net - Hönnun og uppsetning: blek