glymur1 glymur2 glymur3

Flest hrossin eru komin af stað í þjálfun aftur eftir 2,5 mánaða hlé. Nokkur hross eru þó ennþá að hósta og spurning um að hreinlega sleppa þeim fram að áramót. Það er grátlegt að þetta ár nánast er ónýtt hvað varðar þjálfun, sýningum og keppnum. En reynum að hugsa framávið og hérna á myndunum er Raggi að þjálfa 5. vetra geldinginn okkar Glym frá Akureyri. Glymur er undan Þrumu frá Hvítárbakka sem ætlar að reynast okkur mjög vel í ræktun. Faðir Glyms er Hvinur frá Egilsstaðakoti sem hefur gert það gott á keppnisvellinum undanfarin ár. Glymur er púra klárhestur með mjög jafnar og góðar gangtegundir. Geðgóður og „með taugarnar á réttum“ stað eins og Raggi orðar það. Stefnan er að tefla Glym fram í keppni á næsta ári. Stórasystir Glyms, hún Fruma frá Akureyri 1. verðlaun, hefur fengið aukavinnu í sumar með því að vera barnahestur hér á bæ.  Enda er þessi Hróðsdóttir með frábært geðslag. Fruma sinnir 3 ára stelpu og getur líka farið á fullum afköstum á öllum gangi og siðan fetað við slakan taum. Alveg eins og það á að vera!
embla_fruma2 fruma_landsmot_C2

Þjálfunin er farin af stað…en rólega þó…