frokk_inn
Frökk 4. vetra á Íslandi.

2013 er að enda. Þetta ár er búið að vera bæði hryllilegt (sl. vetur) og frábært ár á margan hátt með mikið af góðum minningum!  Tvær hryssur úr okkar litlu ræktun fóru í dóm í ár.  Frökk var sýnd í Þýskalandi með 7.96 í aðaleinkunn og Hind hlaut 7.90 á siðsumarsýningu á Dalvík. Stikla er búin að að gera það mjög gott á keppnisvellinum í ár, m.a. með sigur á Mývatn Open með 8.54 í einkunn. Bróðir Stiklu, hann Glymur er einnig búin að gera það gott á keppnisvellinum í Þýskalandi en við seldum hann þangað vorið 2012.

frumherjia22
Frumherji frá Hléskógum

Við fjölskyldan erum búin að skiptast á að liggja veik með slæma hálsbólgu sl. vikur og það er einnig mikið að gera í kringum nýja bátinn sem er að komast äi gang að veiða og sjóða ferskar rækjur til útflutnings.

astikla
Stikla komin á hús

Erum byrjuð að taka á hús þau hross sem eiga að vera í þjálfun í vetur. Aðallega eru það hryssur en einnig nokkrir stóðhestar. Af stóðhestunum er það Frumherji sem er líklegur til að sýna eitthvað á næsta ári en hann er að fara á fimmta vetur. Frumherji er undan Ægi frá Litlalandi (8.50) og Frumu frá Akureyri (8.23) þannig að hérna er skemmtileg Orra og Hróðsblanda.

arump
Kvöldfóðrun

Útigangurinn hefur það gott en mikið agalega er kallt! -17 stiga frost er ekki algengt hérna og það þarf að passa að allir hafa nóg að éta.

Árið að enda