MILLA2MILLA3milla1

Hérna fyrir ofan er hún Milla frá Hléskógum sem er undan Kompás frá Skagaströnd og Diönu frá Dalvík. Milla hefur, ásamt Eldeyu frá Skeggsstöðum, (e: Þorgrími  frá Litlalandi) verið í frumtamningu hjá okkur í sumar. Að flýta sér hægt og leggja mikla áherslu við grunnvinnu borgar sig alltaf og ég er mjög ánægð með frumtamninguna þeirra í sumar. Þessar 4 v. hryssur eru báðar efnilegar og hágengar og eiga eftir að plumma sér fínt á brautinni í framtíðinni.

eldey3 eldey2 eldey1

Laflaus gangur hjá henni Eldeyu og geðslagið í topplagi!

thraut sk

Núna tekur við haustfrí hjá þeim en önnur tryppi koma inn í frumtamningu eftir ca. 4 vikur. M.a. þessi tvö, Þraut Þristsdóttir undan Þrumu frá Hvítárbakka og Sjarmi Glymssonur undan Smáradís frá Árbakka.
Hin tryppin er undan m.a. Kvisti frá Skagaströnd, Auð frá Lundum II, og Guðberg Smárasyni frá Skagaströnd. Spennandi spennandi!

Efnilegar hryssur í tamningu