vitadottir2 vitadottir

snygg2 eldssonur2

Þá eru folöldin að fæðast hér á bæ. Eftir að Þruma kastaði japrstjörnóttri hryssu við Blæ frá Torfunesi kom Kylfa með rauðglámblesóttan leistóttan hest undan Mjölni frá Hlemmiskeiði og hann hefur hlotið nafnið Amadeus frá Hléskógum. Í fyrra dag gerðist svo eitt merkilegt. Kolfinna var búin að kasta við Eld frá Torfunesi og öllum að óvörum kom jarpblesóttur hestur! Hann heitir Hugar frá Hléskógum.  Á sama tíma og við vorum að dást að þessu fallega folald fór hún Líra að kasta, beint fyrir framan nefið á okkur! Við höfum aldrei náð að sjá hryssurnar okkar kasta en núna var það „í beinni“. Og hvað kom….jú loksins vindótt hryssa! Framtíð frá Hléskógum. Faðir Framtíðar er enginn annar en 9.5-töltarinn Viti frá Kagaðahóli og Líra skilar stórum tölturum þannig að þetta verður töltapparat og ekki verra að hafa Smárablóðið þarna bakvið. Frábærir litir undan frábærum foreldrum!

Folöld i lit!