Fruma

Hún Fruma frá Akureyri hefur fengið farmiða á Landsmót í flokki 7 vetra og eldri. Fruma var sýnd um daginn af Mette Mannseth og hún hækkaði mikið frá því að hún var 4 vetra, úr 8,08 upp í 8,23 í aðaleinkunn með 8,23 fyrir bæði byggingu og hæfileika.
Gaman að Fruma skyldi halda níunum sínum fyrir háls og höfuð og hlökkum til að sjá hana á Landsmótinu.

Fruma á Landsmót