maur_web1 Fruma Stimpill

Núna er tími ísmóta og í dag var haldið eitt slíkt á Hnjúkartjörn á Blönduósi, svona smá upphitun fyrir Svínavatnsmótið um næstu helgi. Stórfínt mót og frábært verður.
Það var þó nokkuð af góðum hrossum en einkunnir voru í lægri kantinum. Raggi fór með Hvöt Keilisdóttur, Frumu Hróðsdóttur og Maur Rökkvason og Maur fór í úrslit. Rýmisapparatið Stimpill frá Vatni vann verðskuldað opna flokkinn en hryssan Stefna frá Sauðanesi u. Sveini-Hervari frá Þúfu var eflaust flottasta og fasmesta hross mótsins.

Ís-mótastemning