saman

Erum á  fullu að frumtemja og hérna eru þeir Frumherji och Sjarmi sem lofa mjög góðu. Sjarmi er þriggja vetra og er undan Glym frá Innri-Skeljabrekku og Smáradís Smára Skagaströnddóttur frá Árbakka. Sjarmi var í hryssum í sumar og er núna að verða reiðfær og  mjög svo skemmtilegur hestur!

sj2 sj3

Frumherji er mjög vel ættaður foli með frábært geðslag. Faðir hans er Ægir frá Litlalandi og mamman er Hróðsdótturin Fruma frá Akureyri sem er með 8.23 í aðaleinkunn. Frumherji er stór, öflugur og mjúkur alhliða hestur og er verið að gangsetja hann.

frum frum2

Hérna eru tvö önnur hross sem hafa verið í frumtamningu hjá okkur í haust:  Strengur frá Hléskógum (mósóttur) 4 vetra geldingur sem er mikill eðlistöltari og 4 vetra hryssan Ísöld frá Fornhaga II (grá) sem er að verða vel reiðfær úti.

str1 isi

Stóðhestarnir okkar