hestanet_hh2

HestaNet er fyrirtæki sem heldur utanum allan rekstur hestamennsku okkar. Það var stofnað sumarið 2008 og er í eigu Söndru Maríu Marin og Ragnars Stefánssonar sem bæði eru þaulreyndir og lærðir hestamenn.
HestaNet stendur fyrir kaupum og sölu á hestum, tamningu og þjálfun, námskeiðshaldi, umboðssölu, hestaferðum í samvinnu við sænskt fyrritæki, sölusamningagerðum sem og annarri „pappírsvinnu“ í kringum viðskipti með íslenska hestinn. HestaNet á töluvert af hestum og eru þeir seldir allt eftir því sem þeir eru nógu góðir og tilbúnir í sölu.
HestaNet tekur einnig að sér fóðrun á hrossum og uppeldi að Hléskógum þar sem er góð aðstaða til hestahalds. Árið 2009 byrjaði HestaNet að bjóða upp á hestaferðir til Íslands. Þær ferðir innihalda bæði hefðbundna reiðkennslu í reiðhöll og bóklega kennslu sem og útreiðar í íslenskri náttúru.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.