jol2

Óskum vinum og vandamönnum gleiðlegra jóla og farsældar á komandi ári.
Hérna eru nokkrar myndir frá hápunktum ársins.  Hestslega var voru það hryssurnar okkar Stikla og Hind frá Efri-Mýrum sem stóðu uppúr á árinu. Báðar fengu fín 1. verðlaun, Stikla með 8.48 og Hind 8.15 í aðaleinkunn. Meðaleinkunn þeirra er 8.32 sem eflaust er með því hæsta á svæðinu. Stikla hlaut 8.70 fyrir hæfileika og Hind 8.35 og þær voru sýndar af Þorvaldi Árna Þorvaldssyni. Einnig hlaut Milla frá Hléskógum fínan byggingadóm uppá 8.18.

Sandra & Askur frá Efri-Mýrum voru með indianasýningu á Fáka og Fjör og indianaæðið fór hratt af stað. Misstum Frumherja frá Hléskógum við geldingu í vor og nýtt líf lítur dagsins ljós. Hérna er  Tvistur frá Hléskógum (e: Þristur frá Feti). Stikla var sýnd í Hafnarfirði á sama tíma og hefur í ár fengið samtals 6 x níur fyrir hæfileika.
jul3
Fjörugar  hestaferðir í sumar með mikið af skemmtilegu fólki, bæði gestum og starfsmönnum. Tókum í notkun kostnaðasamasta heita pottinn á Íslandi, heldum Hléskógarkeppni, skemmtileg hrossasmölun í Litla-Dal, haustið eitt besta í mannaminni og Glaesir frá Hléskógum var seldur til Svíþjóðar.

jol

New  York ferðin var æðisleg í alla staði, veturinn kom svo með fullum krafti og ungfolarir okkar  Sjarmi (u: Glym frá Innri-Skeljabrekku) og Hattur frá Hléskógum (u: Kvist frá Skagaströnd) fara vel af stað í tamningu. Eftir jól koma svo fullt af nýjum hestum inná húsog nýtt ár tekur við.

Árið okkar 2014