ute2

ute1

Hérna er búið að vera frekar leiðinleg tíð. Bleyta, snjókoma, stíf norðanátt, frost, hláka, frost, meira snjókoma og ennþá meira bleyta síðan um miðjan desember. Það erfitt að ríða út en reiðskemman bjargar miklu!

Hrossin eru að tínast inn á húsi en Sjarmi (u. Glym frá Innri-Skeljabrekku) og Árvakur (u. Kvist frá Skagaströnd) voru sendir í tamningu vestur í Skagafjörðinn í byrjun desember og Eygló (u. Tenór frá Túnsbergi) er farin í Hóla að fá skólun þar.

ute4
Eygló frá Hléskógum

Sl. helgi fengum við vægt sjokk. Öll niðri hæðin hjá okkur var á floti! Stíflað niðurfall ásamt ásahláku gerði það verkum að vatn lak inn um austurvegg hússins. Ekki gott en þökk sé góðu aðstoðarliði náðum við að bjarga þessu á stuttum tíma en það verður að leggja ný gólfefni á alla íbúðina.

5

Blaut tíð….