Hérna getið þið fylgt mér einn dag í vinnunni en  iPhoneinn er ekki alveg að ráða við birtuskilyrði svona í jánúarmánuði á Íslandi.

jobb10

Morgongjöf og svangir hestar.

joob7

Fiskikör sem hafa verið breytt í fóður og spænisvagna. Snilld!

bild

Á meðan hestarnir eru að éta morgonmatinn er tími fyrir kaffisopa og skrifstofuvinnu.

IMG_0382

Svo er það útigjöfin handa stóðinu.

jobb6

Mikilvægt að allir komast að.

IMG_0363

Kosturinn við tamningastöð í sveit: Stór hólf og aukagjöf úti um helgar.

jobb2

Tamning. Hérna er Ester f. 2010 undan Auð frá Lundum að læra að vinna rétt á baug
í hringteymingu með kapsónið. Mjög gott tól til að vinna með hesta í hendi og jafnvel í reið.

jobb8

Fram og niður með Þórshamar til að bæta brokkið og líkamsbeitingu hans. Nóg til af tölti!

´inna1

Við þjálfum hestanna yfirleitt reiðmúlslaus inni. Reiðmúllin geta falið mörg vandamál.
Hökuólin og ennisbandið veitir meira stöðuleika. Hálsbandið er gott til að kenna hestunum
á öðrum ábendingum en bara taumurinn sem og að létta framþunga hesta sem vilja leggjast á
beislið.

vinna2

Þetta er hún Vilborg mín undan Sólon frá Skáney. Dúndrandi alhliða hryssa en voru ákveðin vandamál með spennu og sterkt flottaeðli hjá henni. Núna erum við loksins búin að finna leiðina saman og hryssan slök og fín.
Get ríðið á henni berbakt og jafnvel beislislaust núna, það hefði ekki verið hægt í fyrra.
Stundum legg ég hana niður (án spotta) áður en ég byrja ríða á henni og það hefur hjálpað mikið.

jobb1

Við Stikla á leiðinni heim eftir góðan reiðtúr. Mikið skemmtileg  hryssa.
vinna3

Þetta er Stirnir frá Hólakoti í tamningu og hann er að læra að sveiga hálsinn til hlíðar. Ég hef tekið eftir að hestar yfirleitt er með styttri vinstri hlið sem gerir það verkum að það er erfiðara fyrir þá að finna gott jafnvægi og vinna rétt uppá hægri hönd.

vinna4

dvinna

Fjóla er 3 vetra Smáradóttir með mikinn karakter. Kennum tryppunum að vera óhrædd
við allskonar hluti og gaman að sjá hvernig sjálfstrust og forvitni þeirra eykst. Frumtamningar krefst færni
og þolinmæði. Einhver sagði einhvertíma að til að geta tamið hesta vel verður maður fyrst að temja
sjálfan sig. Mikið til í því.

vinna6

Tryppin læra að teymast og hafa gaman af. Inni er einnig hægt að fínpússa tæknina með
snúninga og nákvæmar gangskiptingar.

avinna

Hrafn í rakstur. Hann er á leiðinni til eiganda síns í Reykjavík og verður reiðhestur þar
í vetur.

bvinna

Taglið á honom er eins og tjald!

frumherji1

Góð vinnuregla er að enda deginum á besta hestinum. Hérna er mitt uppáhald!
Frumherji, stóðhestur á 5 vetur undan Ægi frá Litlalandi og 1. verðlauna Hróðsdóttur.
Best að segja sem minnst og láta verkin tala.

Dagur í vinnunni