Sjarmi

Folöldin, sem reyndar eru að breytast í tryppi, hafa verið tekin undan hryssunum. Þetta er hann Sjarmi frá Efri-Mýrum, algjör töffari undan Glym frá Innri-Skeljabrekku og Smáradís Smáradóttur. Mjög fallegur og geðgóður hestur með alveg skjannahvít fax og takið eftir blettin á mjöðminni, hann á eftir að vera mjög dökkur á skrokkinn þessi.
Þetta er lang flottasta tryppið í hópnum og ekki skemmir ganglagið heldur.

Fallegur töffari