2h 3h

Mikið um að vera í hesthúsinu hér bæ í þessari viku. Gestur til að gera hitt og þetta: sónarskoða, járna, sprauta við lús, raspa og spattmynda og taka blóð úr 5 vetra stóðhestum. Svo kom Rikki járningamaður að klára að járna unghryssurnar. Fleiri hestar teknir á hús og allt komið á fullt.
Í næstu viku byrjar kennslutörnin en Sandra verður að kenna í Torfunesi í vetur og fer einnig erlendis að kenna með vorinu.

5hFlottasti frampartur húsins: Kompásdóttirin Milla frá Hléskógum.
Gaman að þjálfa í svona veðri!
Mikið um að vera í hesthúsinu