norrksein
Norðurljós á Hléskógum.
Norrsken4
Geðveikt flott!
rub3
Rub 23, sushi í heimsklassa.
2
Baldvin Ari ræður um hrossarækt.
ff3
50 shades of grey var skemmtilegt atriði.
ff1
Flott munsturreið hjá unglingum Léttis.
8
Herdis och Birgir með Gangster frá Árgerði.
19
Alvöru! Brennivín, hákarl og reykt hangilæri.
9
Hesthúsið á Glæibæ II.
6
Chanthal með flotta unghryssu í Litla-Garði.
20
Marjolein var hress og fílaði íslenska bjórinn!
17
Allur hópurinn í reiðhöllinni á Björgum. Viðar situr Fróða frá Staðartungu sem einnig var sýndur í reið fyrir okkur.

Um helgina fór fram Norðlenska Hestaveislan á Akureyri og nágrenni. Á föstudagskvöldið var sýningin Fákar og Fjör og á laugardaginn  var ansi þétt dagsskrá með heimsókn á 6 hrossaræktunarbú í Eyjafirði og móttökurnar voru hreint ótrúlega flottar og skemmtilegar.
Um kvöldið fór svo Stóðhestaveislan fram í reihöllinni á Akureyri og tókst hún mjög vel og var stútfull af flottum gæðingum! Uppáhaldshestarnir hjá okkar hópi voru eflaust Hringur frá Gunnarsstöðum, Fannar frá Hafsteinsstöðum og Hersir frá Lambanesi. Frábær breidd og séstaklega gaman að sjá Hróð gamla mæta á reiðhallargólfinu.
Hjá okkur var 9 manna hópur frá Svíþjóð og Hollandi og þau skemmtu sér frábærlega um helgina.  Flestir hafa mikinn áhuga á ræktun og þessi pakki var frábærlega uppsettur og fór beint í æð! Til hamingu Léttismenn sem og aðrir sem komu að þessari frábæru helgi!
Ísland sýndi líka sína bestu hlið hvað varðar veður. Sól, blíða og brjáluð norðurljós tvö kvöld í röð. Það verður erfitt að toppa þetta. Takk fyrir okkur!

24

I Skriðu var sungið og spilað.
25
…..og dansað í hesthúsinu! 🙂
13
Hluti af gestunum okkar í Litlu-Brekku að skoða tryppin þar.
26
Snittur og Bailys í Garðshorni. Og meira sungið!
arion
Arion frá Eystra-Fróðholti og Daniel Jónsson.
hingst4
Mette Mannseth og Verdi frá Torfunesi.
Æðislegur töltari! Fannar frá Hafsteinsstödum sýndur af Skapta Sigurbjörnssyni.
Hróður frá Refsstöðum með afkvæmi.
hringur
Senuþjófurinn Hringur frá Gunnarsstöðum. Svakalega flottur og þjáll hestur!
rub2
Reiðtúr á sunnudeginum í Höfðahverfi.
Norðlenska hestaveislan, frábær skemmtun!