bild 21
Snjóbarin hún Hnoss frá Hléskógum
bild 41
Ekki gaman!
inne
Þruma gamla með Violettu Smáradóttur komar í skjól.

Jæja, þá kom veturinn loksins. Brjálað veður og allt komið á kaf. Svona dagar er ég að velta fyrir mig hvað maður er að gera á norðurlandi. Fórum suður með Stiklu í vikunni og þar voru hestar nánast á sumarbeit. En bara að bita á jaxlinn og halda áfram. Þetta árið erum við vel undirbúin fyrir svona lagað og auðvelt að koma hrossunum in í skjól. Minna skemmtilegt var þó að hurð í reiðhöllinni fauk í nótt og reiðhöllin fylltist af snjó sem og hluti af hesthúsinu.
Þannig að nóg að gera í að moka og þurrka næstu daga.

Annars gengur  fínt. Við erum nánast bara með 4 og 5 vetra hross í þjálfun núna en Hind, Frumherji og Stikla hafa verið send í hendurnar á alvöru sýningarfólki. Um daginn datt Sandra hressilega af baki beint inní steypuvegg reiðhallarinar og hnéið er ansi illa farið en ekkert brotið þó.

kna
Bólgin og aum!
thorshamar
Uppáhaldsreiðhesturinn á bænum í keppni
3istil
Stikla og Hind eru farnar að heiman. En Max er ennþá heima.

Vinnukonurnar fóru að keppa á ístölt Léttis um daginn og það var frábært framtak og flottustu verðlaun sem ég hef séð lengi! Vonandi verður þetta árlegur viðburður og gaman væri einnig að hafa unghrossaflokk!

hingstar
Töffarar! Askur, Sjarmi og Árvakur
Og svo kom loksins vetur