sjarmihryssur

asjarmi

asj

IS2010166135-Sjarmi frá Hléskógum

Sjarmi er með efnilegri tryppum sem við höfum verið með.
Hágengur og með flottar hreyfingar, fasmikill, faxpruður og einstaklega fallegur hestur með mjög góðan frampart. Geðgóður og með laflausan gang og skrefmikið og svifmikið brokk. Fallega vindóttur með hringmynstur og skjannahvítt fax og tagl og með fallegan taglburð. Sjarmi er í tamningu og gengur vel.  Fyrstu folöldin komu undan honom 2013 og annar árgangur væntanlegur 2014. . Sjá videó af Sjarma neðst á síðunni.

Sjarmi verður til afnota í Eyjafirði sumar 2014.
Verð: 35.000 + vsk.
Fyrir þá sem hafa áhuga á Sjarma eru allir velkomnir í Hléskóga til að skoða hann nánar.

Sjarmi 2 vetra:
asj

csjarmi

sjarmi2

F: Glymur frá Innri-Skeljabrekku. Aðaleinkunn 8.38 þar af 8.65 fyrir hæfileika 4 vetra!

glymur1

M: Smáradís frá Árbakka (smellið á linkinn, ekki sýnd vegna meiðsla)

asmaradis

MF: Smári frá Skagaströnd. Aðaleinkunn 8.34 þar af 8.67 fyrir hæfileika.  Gæðingafaðir með 9.5 fyrir fegurð í reið og prúðkeika. 9.0 fyrir tölt og vilja.

smaricopyright