to IMG_7265

bild 1

Það er búið að vera ansi erfið vika hérna. Misstum hryssuna Smáradís frá Árbakka vegna veikinda. Viljum færa besta dýralækninn, Gesti Júlíussyni,  kærar þakkir fyrir mikla aðstoð á meðan á þetta stóð yfir.
En það er bara að halda áfram. Hérna er skemmtileg moldótt hryssa sem er í þjálfun hjá okkur. Hún heitir Sólrún frá Verðamóti og hún er á fimmta vetur. Mjög sniðug hryssa sem er að taka miklar framfarir. Sjarmi er kominn í gang aftur eftir hvíld og hann litur bara mjög vel út.

bild 4

kaka

Sandra hefur verið að kenna krökkum og unglingum í Torfunesi í vetur og eru 25 nemendur á námskeiðinu. Mjög gaman og við skemmtum okkur vel saman og þeir sem detta af baki þrufa koma með köku handa reiðkennaranum.  Útskriftarhátíð er 1 maí og þá verðum við fyrst með smá sýningu og endum með stæl með að halda firmakeppni.

Sorg og vor í lofti