sandra_marin snidgangur

HestaNet reka þau Sandra Marin og Ragnar Stefánsson að Hléskógum í austanverðum Eyjafirði.

Sandra Marin er sænsk að uppruna og kemur frá Värmdö sem er í úthverfi Stokkhólms. Eftir stúdentspróf í Svíþjóð ákvað hún að fara til Íslands til að kynnast íslenska hestinum betur. Ætlunin var að stoppa í þrjá mánuði. Núna er Sandra búin að vera á Íslandi í tæp 14 ár. Hún hefur á þeim tíma unnið á stórum hrossaræktarbúum eins og Miðsitju, Úlfsstöðum, Varmalæk og Blesastöðum, við tamningar og þjálfun. Árið 1998 hóf Sandra nám við Háskólann á Hólum og útskrifaðist 1999 sem tamningamaður með hæstu einkunn, 8,54 og hlaut Morgunblaðsskeifuna, sem er viðurkenning fyrir hæstu einkunn fyrir tamningar og reiðmennsku.

Árið 2003 lá leiðin aftur norður í Hóla, í reiðkennara- og þjálfunardeild skólans með keppnishrossin Emblu frá Akureyri og Tinna frá Fossi.
Í maí 2004 útskrifaðist Sandra sem þjálfari C og reiðkennari C frá Félagi Tamningamanna og Hólaskóla. Sandra hefur einnig sérmenntað sig hjá tamningameistaranum Benna Líndal og er virkur gæðingakeppnisdómari.
Sandra vinnur einnig sem blaðamaður fyrir skandinavíska tímaritið Islandshesten og sem sölumaður fyrir hestatryggingar hjá Vís-Agria. Haustið 2006 lauk Sandra sérnámi í reiðkennslutækni við Strömsholm-skólann í Svíþjóð.
Árin 2005-2008 sá Sandra um reiðkennslu á Akureyri og innleiddi Knapamerkin þar.

Þegar Sandra er ekki að þjálfa hross eða að kenna eyðir hún gjarnan tíma bakvið Canon-myndavélina sína.

fsk

Ragnar Stefánsson, eða Raggi eins og hann er yfirleitt kallaður, kemur frá Dalvík í Eyjafirði. Raggi er alinn upp við hestamennsku og hefur stundað tamningar, þjálfun og keppni frá því að hann var smá gutti. Raggi er sonur hins fræga hestamanns Stefáns Friðgeirssonar og hefur hann lært margt og mikið um hesta og þjálfun frá föður sínum í gegnum árin. Raggi er einnig með tamningapróf frá Félagi Tamningamanna og hann hefur unnið við tamningar og þjálfun á hestabúum s.s. Hof, Rauðuskriðu, Miðsitju og í Mosfellsbæ. Raggi hefur einnig unnið á búinu Lindenhof í Þýskalandi hjá fyrrverandi heimsmeistaranum Andeas Trappe. Þar sérhæfði hann sig einnig í járningum. Raggi er mikill aðdáandi stóðhestsins Smára frá Skagaströnd og var hann fyrstur á Íslandi að sýna afkvæmi Smára í kynbótadómi. Það var glæsihryssan Jódís frá Skagaströnd sem hlaut í hæfileikadóm þrjár níur og 8,12 fyrir hæfileika sem klárhryssa, þá fimm vetra gömul.
Raggi er einnig menntaður stýrimaður og hefur unnið mörg ár til sjós samhliða hestamennskunni.